Drottningin aflýsir aðventuboði annað árið í röð

Elísabet mun ekki hitta fjölskylduna fyrir jólin eins og til …
Elísabet mun ekki hitta fjölskylduna fyrir jólin eins og til stóð. AFP

Elísabet Englandsdrottning hefur ákveðið að hætta við árlegt aðventuboð sitt fyrir stórfjölskylduna vegna mikillar fjölgunar smita af völdum Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar í Englandi. Er þetta annað árið í röð sem boðinu er aflýst vegna faraldursins. BBC greinir frá.

Talið er að hinn árlegi viðburður gæti sett jólaplön of margra í hættu, en Chris Whitty, helsti heilbrigðisráðgjafi enskra stjórnvalda, sagði á blaðamannnafundi í gær að fólk ætti að forgangsraða þegar kæmi að því að ákveða hverja maður ætlaði að umgangast í aðdraganda jóla.

Aðventuboðið átti að eiga sér stað í byrjun næstu viku, en drottningin er vön að bjóða fjölskyldunni til hádegisverðar rétt fyrir jólin. Hefur drottningin þá hitt börn sín, barnabörn og barnabarnabörn áður en hún heldur til jóladvalar í Sandringham.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert