Alls greindust 11.194 kórónuveirusmit í Danmörku í gær en það er mesti fjöldi smita sem greinst hefur í landinu á sólarhring frá upphafi faraldursins. Smitum fjölgar um 1.195 milli daga en sá smitfjöldi; 9.999 smit, var gamla metið.
Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins BT.
Þar kemur enn fremur fram að alls liggi 518 á spítala og 63 þeirra á gjörgæslu. Þrír létust af völdum veirunnar síðastliðinn sólarhring.