Faraldurinn í miklum vexti í Danmörku

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. AFP

Alls greind­ust 11.194 kór­ónu­veiru­smit í Dan­mörku í gær en það er mesti fjöldi smita sem greinst hef­ur í land­inu á sól­ar­hring frá upp­hafi far­ald­urs­ins. Smit­um fjölg­ar um 1.195 milli daga en sá smitfjöldi; 9.999 smit, var gamla metið.

Þetta kemur fram á vef danska dagblaðsins BT.

Þar kem­ur enn frem­ur fram að alls liggi 518 á spít­ala og 63 þeirra á gjör­gæslu. Þrír lét­ust af völd­um veirunn­ar síðastliðinn sól­ar­hring.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert