Syrgja börnin fimm sem létust í hoppukastalaslysinu

Frá minningarstund til heiðurs barnanna í dag.
Frá minningarstund til heiðurs barnanna í dag. AFP

Ástralir eru í sárum eftir „hryllilegan harmleik“ þar sem fimm börn létust í hoppukastalaslysi, að sögn Scotts Morrisons forsætisráðherra landsins. 

BBC greinir frá.

Vindhviða blés kastalanum 10 metra upp í loftið á skólahátíð í Devonport borg í Tasmaníu-héraði í gær.

Hin látnu voru 11 og 12 ára gömul. Nöfn barnanna hafa nú verið birt í samráði við fjölskyldur þeirra en börnin hétu Addison Stewart, Zane Mellor, Jye Sheehan, Jalailah Jayne-Maree Jones, og Peter Dodt.

Þrjú börn til viðbótar eru alvarlega slösuð. Eitt barn sem slasaðist hefur verið útskrifað af spítala. 

AFP

„Allir eru niðurbrotnir“

Lögreglan hefur gefið það út að foreldrar hinna látnu vilji ekki tala opinberlega um málið en aðrir ættingjar hafa sýnt hinum látnu virðingu sýna á netinu.

Tamara Scott, frænka Peters Dodt, skrifaði að hinn ungi drengur hafi verið „fullur af lífi og ævintýrum.“

Meg Aherne, frænka Addison Stewart, skrifaði: „Ég veit ekki einu sinni hvað ég á að skrifa á þessum tímapunkti. Allir eru niðurbrotnir. Hún var alltaf svo yndæl og góð gömul sál.“

Zane Mellor var lýst af fjölskylduvini sem „stórkostlegum dreng“ og „fallegri, ummhyggjusamri og blíðri sál.“

AFP

Mörgum spurningum ósvarað

Morrison sagði slysið „hryllilegan harmleik“ og sagði að „sem foreldri á ég ekki til orð.“

Það er enn óljóst hvað olli slysinu nákvæmlega. Veðurstofa Ástralíu hafði gert ráð fyrir nokkuð hægum vindi þennan dag. Lögreglan í Tasmaníu segist nú ætla að rannsaka hvort hoppukastalinn hafi verið nægilega tryggilega festur við jörðina. 

„Við höfum margar spurningar,“ sagði Darren Hime lögreglustjóri í Tasmaníu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert