Lýsir yfir neyðarástandi í San Francisco

London Breed, borgarstjóri San Francisco, hefur lýst yfir neyðarástandi í …
London Breed, borgarstjóri San Francisco, hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni. AFP

London Breed, borgarstjóri San Francisco, hefur lýst yfir neyðarástandi í borginni vegna fíkniefnaneyslu og glæpatíðni. Yfir 700 manns létust þar á síðasta ári úr ofskammti vegna fíkniefnaneyslu og er það metfjöldi.

Í ljósi aðstæðna hefur hún ákveðið að heimila opinberu starfsfólki að sniðganga ýmsar reglur hins opinbera, til að mynda um deiliskipulag, svo að hægt verði að koma upp víðtækri stofnun sem býður upp á úrræði fyrir fólk með fíknivanda, svo sem húsaskjól og geðheilbrigðisaðstoð.

Breed áformar þá að auka framlög til lögreglunnar og bæta innviði í borginni á borð við almenningssalerni, auk þess að fjölga félagsliðum á vegum borgarinnar og fá fleiri til þess að koma í meðferð en þeir sem neituðu því myndu þurfa að sæta fangelsi.

Fjallað er um þetta á vef San Francisco Chronicle.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert