Enn eitt höggið fyrir Johnson

David Frost er hættur.
David Frost er hættur. AFP

Brexit sérfræðingurinn David Frost hefur látið af störfum fyrir ríkisstjórn Bretlands. Hann sagði af sér í gær og tók afsögn hans gildi samstundis. Gerir þetta stöðu Boris Johnsons forsætisráðherra enn verri en áður var en vikan hefur verið ráðherranum erfið. 

Uppreisn var innan Íhaldsflokksins, sem Johnson fer með formennsku í, í vikunni vegna sóttvarnaaðgerða í landinu. Þá beið flokkurinn afhroð í kosningum í Norður Shropskíri á Mið-Englandi. Flokkurinn hefur aldrei áður tapað þar. 

Frost var mikilvægur ráðgjafi Johnsons sem hefur sagt afsögnina vonbrigði. 

Frost tjáði Johnson að hann væri áhyggjufullur yfir þeim ferðatakmörkunum vegna kórónuveiru og skattahækkunum. Johnson tjáði Frost þá að honum þætti leitt að sjá hann fara, í ljósi þess hve mikið Frost hefði gert fyrir ríkisstjórnina. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert