Jólaferðalög munu auka útbreiðslu Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar, jafnvel meðal fullbólusettra, og mun það reyna á heilbrigðiskerfið. Þetta segir dr. Anthony S. Fauci sóttvarnalæknir Bandaríkjanna.
„Ómíkron hefur ótrúlega getu til að dreifa sér,“ sagði dr. Fauci í samtali við fréttastofu NBC.
„Það er Ómíkron bylgja á leiðinni.“
Fauci hvatti fólk til að láta bólusetja sig, fara í sýnatöku og bera grímur til að draga úr útbreiðslu nú þegar hátíðirnar nálgast.
Jenny Harries, framkvæmdastjóri heilbrigðisstofnunar Bretlands, hefur sagt Ómíkrón „líklega alvarlegustu ógnina“ í faraldrinum síðan hann hófst og varar við meti í spítalainnlögnum á næstunni.