Nautgripaþjófar drápu 38 manns

Búið er að bera kennsl á 29 fórnarlambanna.
Búið er að bera kennsl á 29 fórnarlambanna. AFP

Vopnaðir nautgripaþjófar drápu 38 manns í þremur árásum í Kaduna-fylki í norðurhluta Nígeríu í dag. Búið er að bera kennsl á 29 fórnarlambanna.

Árásarmennirnir réðust inn í þorpin Kauran Fawa, Marke og Riheya í Giwa-hverfinu og brenndu þeir bíla og hús ásamt landbúnaðarafurðum á ýmsum bæjum.

Í norðvestur- og mið-Nígeríu hafa glæpamannagengi og mannræningjar í auknu mæli verið að  ráðast inn í þorp, drepa íbúa, stela nautgripum og brenna og ræna heimili.

Þá hefur færst í aukana að skólabörnum sé rænt og lausnargjalds krafist frá foreldrum þeirra og yfirvöldum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert