Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur samþykkt notkun bandaríska bóluefnisins Novavax. Bóluefnið er þar með fimmta bóluefnið með markaðsleyfi í ríkjum Evrópusambandsins.
„Á tímum þar sem Ómíkron-afbrigðið dreifist hratt, og við þurfum að bólusetja fleiri og gefa örvunarskammt, er ég sérstaklega ánægð með leyfisgjöf framkvæmdastjórnarinnar fyrir Novavavx bóluefninu,“ sagði Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, í yfirlýsingu.
Lyfjastofnun Evrópu mælir með að bóluefnið sé einungis gefið þeim sem eru 18 ára og eldri.