Sex börn hafa látist eftir hoppukastalaslysið sem varð í Ástralíu í síðustu viku.
Að sögn áströlsku lögreglunnar lést 11 ára drengur á sjúkrahúsi eftir að hafa lent í slysinu.
Þrír dagar eru liðnir síðan hoppukastalinn lyftist frá jörðu þegar verið var að fagna skólalokum í bænum Devenport í norðurhluta Tasmaníu.
„Með sorg í hjarta staðfesti ég að 11 ára drengur lést á sjúkrahúsi,” sagði lögreglumaðurinn Darren Hine.
„Hugur okkar er hjá fjölskyldu hans og fjölskyldum og ástvinum allra barnanna á þessum ólýsanlega erfiðu tímum.”
Þrír 12 ára drengir og tvær stúlkur, 11 og 12 ára höfðu áður látist eftir að vindhviða feykti kastalanum í loftið.
Tvö önnur börn liggja alvarlega slösuð á sjúkrahúsi en eitt er komið heim til sín og er á batavegi.
Rannsókn stendur yfir á slysinu.