Yfir 200 hafa látist vegna stærsta fellibylsins sem hefur gengið yfir Filippseyjar á þessu ári.
Rauði krossinn á Filippseyjum segir að „algjör eyðilegging” hafi orðið við strendur landsins eftir að fellibylurinn Rai „reif í sundur” heimili, sjúkrahús og skóla.
Þök fuku af húsum, flóð urðu í þorpum, tré rifnuðu upp með rótum og uppskera eyðilagðist, svo eitthvað sé nefnt.
Íbúar hafa í örvæntingu beðið um matar- og drykkjaraðstoð.