Boeing og Airbus telja 5G ógna flugöryggi

Fjölda flugferða þar sem 5G-tækni var í notkun um borð, …
Fjölda flugferða þar sem 5G-tækni var í notkun um borð, var ýmist seinkað, aflýst eða breytt. AFP

Stjórnendur Boeing og Airbus,  Dace Calhoun og Jeffrey Knittel, hafa ritað bréf til samgönguráðherra Bandaríkjanna, Pete Buttigieg, þar sem þeir vara við áhrifum 5G-geislunar á flugöryggi.

Telja þeir að geislunin geti haft „gríðarlega neikvæð áhrif á flugumferð“ en þetta er ekki í fyrsta skipti sem varað er við þessu að því er frá greinir á vef BBC. Fjarskiptarisarnir AT&T og Verizon munu innleiða 5G-tækni þann 5. janúar.

„Mikil hætta er á því að 5G-geislun gæti ógnað öryggi farþega,“ sögðu Calhoun og Knittel í bréfinu. Máli sínu til stuðnings vísa þeir til rannsóknar sem leiddi í ljós að 5G-tækni hafði verið í notkun árið 2019 í um það bil 345 þúsund flugferðum í farþegaflugi og 5.400 flugferðum í fraktflutningum. Í þessum flugferðum hafi gætt seinkunnar, aflýsana og endurskipulagningar flugferða.

Ýmsir í flugiðnaðinum hafa lýst yfir áhyggjum vegna áhrifa 5G-geislunar á búnað á borð við ratsjárvara. AT&T og Verizon hafa gert öryggisráðstafanir og takmarkað notkun geislanna en talsfólk flugiðnaðarins telur að ekki hafi verið nógu langt gengið í þeim efnum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert