Færeyska ríkisstjórnin í uppnámi

Fugluafjörður. Stjórnarsamstarf í óvissu eftir að frumvarp sem veitir samkynhneigðum …
Fugluafjörður. Stjórnarsamstarf í óvissu eftir að frumvarp sem veitir samkynhneigðum aukin réttindi fór í gegnum þingið. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkisstjórnarsamtarf Sambandsflokksins, Fólkaflokksins og Miðflokksins í Færeyjum er í uppnámi eftir að færeyska Lögþingið samþykkti lög sem snúa að auknum réttindum samkynhneigðra.

Miðflokkurinn, sem kallar sig kristilegan demókrataflokk, hefur sýnt málinu mikla andstöðu og var því ekki búist við því að frumvarpið næði fram að ganga.

Frumvörpin, tvö talsins, voru samþykkt með 17 atkvæðum gegn 13 og 18 atkvæðum gegn 13 en snerust þau í megindráttum um að samkynhneigðir foreldrar nytu sömu erfða- og bótaréttinda og gagnkynhneigðir foreldrar.

Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja og leiðtoga Sambandsflokksins, hefur sagt að framtíð samstarfsins verði ekki ráðin fyrir jól en nánar er fjallað um málið á færeyska miðlinum Kringvarpinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert