Ómíkron-afbrigðið orðið ráðandi í Danmörku

Metfjöldi smita greindist í Danmörku síðastliðinn sólahring.
Metfjöldi smita greindist í Danmörku síðastliðinn sólahring. Ljósmynd/Colourbox

Ómíkron-af­brigðið er nú orðið ráðandi í Dan­mörku, en met­fjöldi smita greind­ist þar í landi síðatliðinn sóla­hring eða 13.558 smit. Heil­brigðisráðherra lands­ins, Magn­us Heunicke, grein­ir frá þessu á Twitter-síðu sinni. Mánuður er síðan af­brigðið greind­ist fyrst í Dan­mörku.

Að minnsta kosti 500 af þeim sem greind­ust síðastliðinn sól­ar­hring voru að grein­ast með covid-19 í annað sinn. AFP-frétta­veit­an grein­ir frá.

Hert­ar sótt­varn­araðgerðir tóku gildi í Dan­mörku á sunnu­dag en þá var kvik­mynda­hús­um, leik­hús­um og tón­leika­stöðum lokað og opn­un­ar­tími veit­ingastaða stytt­ur. Aðgerðirn­ar gilda að minnsta kosti í fjór­ar vik­ur.

Er þetta mik­ill viðsnún­ing­ur á aðeins nokkr­um vik­um, en um miðjan sept­em­ber var öll­um tak­mörk­un­um aflétt í Dan­mörku. Þegar smit­um fór að fjölga aft­ur var hins veg­ar ákveðið að taka um bólu­setn­ing­ar­skír­teini í lok nóv­em­ber, sem þurfti að fram­vísa á ýms­um stöðum. Hert­ar aðgerðir voru svo kynnt­ar í síðustu viku, en í ljósi þess hve Ómíkron-af­brigðið breiðist hratt út var ákveðið að herða aðgerðir enn frek­ar.

Þá hafa yf­ir­völd ákveðið að flýta því að boða fólk í örvun­ar­bólu­setn­ingu, ásamt því að hefja bólu­setn­ingu barna á aldr­in­um 5-11 ára. Einnig hef­ur verið samþykkt leyfi fyr­ir notk­un lyfs gegn covid-19, frá banda­ríska lyfja­fyr­ir­tæk­inu Merck, en því er ætlað er að draga úr al­var­leg­um ein­kenn­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert