Heimila nýtt lyf Pfizer gegn veirunni

Paxlovid er tekið tvisvar með fimm daga millibili.
Paxlovid er tekið tvisvar með fimm daga millibili. AFP

Matvæla- og lyfjaeftirlit Bandaríkjanna (FDA) hefur veitt lyfi Pfizer gegn Covid-19 markaðsleyfi fyrir einstaklinga sem eru tólf ára og eldri og eru í áhættuhópi. 

Paxlovid er samsetning tveggja taflna sem eru gefnar með tveggja daga milli bili. Rannsókn á 2.200 einstaklingum sýnir að lyfið dreg­ur úr inn­lögn­um á spít­ala og fækk­ar dauðsföll­um hjá fólki sem er í áhættu­hópi um næst­um 90 pró­sent þegar hún er tek­in fyrstu dag­ana eft­ir að ein­kenni finn­ast.

„Markaðsleyfið er fyrsta sinnar tegundar í meðferð við Covid-19 þar sem um er að ræða lyf í töfluformi. Þetta er stórt skref fram á við í baráttunni gegn heimsfaraldrinum,“ sagði Patrizia Cavazzoni, vísindamaður hjá FDA, í yfirlýsingu.

Hún sagði að lyfið myndi breyta meðferðinni við veikindum Covid-19 og vonandi létta undir álagi á heilbrigðiskerfinu.

Matvæla- og lyfjaeftirlitið ítrekaði að Paxlovid kemur ekki í stað bólusetningar heldur væri um viðbót að ræða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert