Þýska ríkisstjórnin samþykkti og skipaði Joachim Nagel sem nýjan seðlabankastjóra Bundesbankans í Þýskalandi í dag. Nagel hefur starfað hjá bankanum um árabil og eru hækkandi verðbólga og áhrif Ómíkron afbrigðisins stærstu verkefni komandi missera.
Nagel er talinn búa yfir mikilli sérþekkingu á efnahagsmálum og hagkerfinu þar ytra. Hefur AFP þá eftir talsmanni ríkisstjórnarinnar að Nagel muni viðhalda „stöðugleika miðaða nálgun Bundesbankans“.
Nagel var tilnefndur af nýjum kanslara Þýskalands, Olaf Scholz og Christian Lindner, fjármálaráðherra ríkisstjórnarinnar. Tilnefningin er fyrsta stóra breytingin í hátt settum stöðum innan ríkisins hjá nýrri ríkisstjórn sem saman stendur af sósíal demókrötum, græningjum og frjálslyndum.
Nagel mun gegna embættinu næstu átta árin og eru verkefnin heldur betur ærin, fyrst um sinn hið minnsta. Verðbólga hefur hækkað mikið í landinu undanfarið auk þess sem fimmta bylgja veirunnar geisar nú af krafti í landinu.