Maður særðist í skotárás á hóteli í miðbæ Stokkhólms um tólfleytið.
Samkvæmt vitnum er fórnalambið höfuðpaur glæpagengis í Svíþjóð.
Lögreglan í Stokkhólmi segist hafa fengið tilkynningu um skotárásina í hádeginu. Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar en óljóst er um líðan hans. Þetta kemur fram á vef sænska ríkisútvarpsins.
Umfangsmikil lögreglurannsókn er hafin vegna málsins.
Lögreglan í Stokkhólmi segir að árásin hafi átt sér staði í anddyri hótelsins.
Skotárásin er tengd við glæpagengi Östberga. Þetta gengi hefur lengi átt í átökum við annan glæpahóp frá Bredäng.