Að minnsta kosti 85 létust þegar bátur sökk

Talið er að hátt í 140 hafi verið um borð …
Talið er að hátt í 140 hafi verið um borð í bátnum þegar hann sökk. Frá sjúkrahúsi í Madagaskar. AFP

Að minnsta kosti 85 létu lífið þegar að bátur sökk undan strönd Madagaskar á mánudaginn.  

Alls tókst að bjarga lífi 50 einstaklinga en talið er að hátt í 140 manns hafi verið um borð þegar að báturinn, sem er 12 metra langur, sökk. 

Báturinn var ætlaður til flutninga og hafði því ekki leyfi til að flytja farþega. Honum hafði verið siglt frá þorpinu Antseraka og stefndi á Soanierana-Ivongo, sem er um 100 km til suðurs.

Fyrstu rannsóknir benda til þess að tæknilegt vandamál hafi komið upp í vél bátsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert