Dýrustu jólagjöf ársins seinkar um einn dag

Ariane 5-eldflaugin í skýli sínu í Frönsku Gvæjönu í dag, …
Ariane 5-eldflaugin í skýli sínu í Frönsku Gvæjönu í dag, með Webb-sjónaukann um borð. AFP

Biðin eftir þessari jólagjöf hefur verið óvenju löng. Nú hefur henni seinkað um einn dag til viðbótar.

Og raunar er þetta engin venjuleg jólagjöf, heldur 6,5 tonna og 1.300 millj­arða króna geimsjónauki sem ætlað er að ljóstra upp um leyndardóma alheimsins.

Um liðna helgi var gert ráð fyrir að James Webb-sjónaukanum yrði skotið á loft frá Frönsku Gvæjönu á aðfangadag. Staðfest var svo á þriðjudag að geimskotinu hefði verið frestað um einn dag.

Fer sjónaukinn því á loft á jóladag, nánar tiltekið klukkan 12.20 eftir hádegi að íslenskum tíma, eða klukkan 20 mínútur yfir sjö að morgni í þessu franska héraði Suður-Ameríku.

Streymt verður beint frá geimskotinu hér á mbl.is.

Flaugin og sjónaukinn verða dregin út og henni svo skotið …
Flaugin og sjónaukinn verða dregin út og henni svo skotið á loft á jóladag. AFP

Yfir tíu þúsund manns unnið að verkefninu

Vinna við verk­efnið hófst hjá NASA árið 1989 og smíði sjón­auk­ans hófst árið 2004. Upp­haf­lega var áformað að senda sjón­auk­ann út í geim árið 2007 en ýmis vanda­mál komu upp sem hafa tafið starfið.

Þá hef­ur kostnaður­inn marg­fald­ast frá fyrstu áætl­un­um og er nú met­inn á 10 millj­arða dala, jafn­v­irði um 1.300 millj­arða króna.

Yfir 10 þúsund manns hafa sömu­leiðis unnið að verk­efn­inu. Miðað er við að sjón­auk­inn geti safnað upp­lýs­ing­um í að minnsta kosti fimm ár en von­ast er þó til að hann end­ist í ára­tug hið minnsta.

Sjón­auk­inn er nefnd­ur eft­ir James Webb, fyrr­ver­andi for­stjóra banda­rísku geim­ferðastofn­un­ar­inn­ar, NASA. Á hann að taka við af Hubble-geim­sjón­auk­an­um, sem hef­ur verið á spor­braut um jörðu síðustu þrjá ára­tugi.

Standa von­ir til að Webb-sjón­auk­inn auki skiln­ing manna á því hvernig al­heim­ur­inn myndaðist fyr­ir nærri 14 millj­örðum ára.

Webb-sjón­auk­inn á að geta greint dauft ljós sem fyrstu sól­kerfi al­heims­ins sendu frá sér þegar fyrstu stjörn­urn­ar mynduðust. Hubble-sjón­auk­inn get­ur greint at­b­urði sem urðu í geimn­um um 500 millj­ón­um ára eft­ir Mikla­hvell en Webb mun geta greint at­b­urði sem urðu um 300 millj­ón­um ára fyrr.

Það er, ef allt gengur að óskum.

Allt er til reiðu fyrir geimskotið, nema veðrið.
Allt er til reiðu fyrir geimskotið, nema veðrið. AFP

Allt tilbúið

„Við getum ekki beðið eftir að hann taki á loft,“ segir verkfræðingurinn Jean-Luc Mestre í samtali við fréttastofu AFP, en hann stýrir verkefninu fyrir hönd frönsku geimferðastofnunarinnar CNES í samstarfi við NASA.

„Það er allt tilbúið. Það eina sem við þurfum núna er rétta veðrið.“

Því er spáð, eins og áður sagði, á jóladag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert