Móðir og þrjú börn létust í flugskeytaárás

Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hafði boðað komu sína í borgina …
Muhammadu Buhari, forseti Nígeríu, hafði boðað komu sína í borgina sama dag og árásin. AFP

Fjórir létust og þónokkrir særðust í árás í dag þegar flugskeytum var skotið á borgina Maiduguri í norðausturhluta Nígeríu, skömmu áður en Muhammadu Buhari forseti Nígeríu hafði boðað komu sína. 

Að minnsta kosti fimm flugskeytum var skotið á borgina um tíuleytið að staðartíma sama dag og Buhari hafði skipulagt heimsóknir.

Móðir og þrjú börn létust þegar að eitt af flugskeytunum hæfði hús þeirra í hverfinu Gomari, nærri flugstöðinni þar sem búist var við að Buhari myndi lenda. 

Þá særðust nokkrir til viðbótar á þremur mismunandi svæðum þar sem skeytin lentu.

Öryggissveitir og yfirvöld hafa enn ekki viljað tjá sig um árásina. Íbúar telja að hryðjuverkasamtökin ISWAP beri ábyrgð en samtökin hafa áður staðið fyrir svipaðri árás.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert