Fái örvunarskammt þremur mánuðum síðar

Frá bólusetningu í Frakklandi með bóluefni Pfizer en í fyrradag …
Frá bólusetningu í Frakklandi með bóluefni Pfizer en í fyrradag hófust bólusetningar þar í landi fyrir börn 5 til 11 ára. AFP

Frönsk yfirvöld hafa mælt með því að fullorðið fólk fái örvunarskammt við kórónuveirunni þremur mánuðum eftir síðustu bólusetningu.

Þar með styttist tíminn sem miðað hefur verið við á milli skammta úr fimm mánuðum í þrjá vegna baráttunnar við Ómíkron-afbrigði veirunnar.

Heilbrigðisyfirvöld mæltu með þessu en þau eru ráðgjafar ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.

Einnig er reiknað með því að bjóða upp á örvunarskammta  í landinu fyrir unglinga sem eru í áhættuhópi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert