Frönsk yfirvöld hafa mælt með því að fullorðið fólk fái örvunarskammt við kórónuveirunni þremur mánuðum eftir síðustu bólusetningu.
Þar með styttist tíminn sem miðað hefur verið við á milli skammta úr fimm mánuðum í þrjá vegna baráttunnar við Ómíkron-afbrigði veirunnar.
Heilbrigðisyfirvöld mæltu með þessu en þau eru ráðgjafar ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19.
Einnig er reiknað með því að bjóða upp á örvunarskammta í landinu fyrir unglinga sem eru í áhættuhópi.