Skyndibitakeðjan McDonald's hefur gripið til þess ráðs að selja viðskiptavinum í Japan aðeins litla skammta af frönskum kartöflum, eftir að tafir á vöruflutningum vegna faraldurs kórónuveirunnar og flóða í Kanada hafa takmarkað innflutning á kartöflum.
Frá og með deginum í dag munu svangir viðskiptavinir því aðeins eiga kost á litlum skammti, en reiknað er með að hægt verði að selja aftur stærri skammta að viku liðinni.