Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur beðið Hæstarétt að koma í veg fyrir að sérstök þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghúsið 6. desember fái gögn úr Hvíta húsinu.
Fyrr í þessum mánuði hafnaði áfrýjunardómstóll beiðni Trumps.
Trump, sem hefur verið sakaður um að hafa hvatt til árásarinnar, vill nýta sér forréttindi sín sem fyrrverandi forseti til að halda gögnunum og samskiptunum frá umræddum degi leyndum.
Lögmenn Trumps segja að fyrrverandi forseti hafi fullan rétt á að notfæra sér þessi réttindi.
Lawyers for former President Trump ask the Supreme Court to block the National Archives from turning over White House records to the House committee investigating the Jan. 6 riot at the Capitol. https://t.co/9SZEyE1vOE
— NBC News (@NBCNews) December 23, 2021