Vopnaður maður var handtekinn á landareign Windsor-kastala í Bretlandi í dag en Elísabet Bretlandsdrottning ver nú jólunum þar ásamt fjölskyldu sinni.
Lögregla handtók manninn skömmu eftir að hann komst inn á landareignina, áður en hann komst inn í nokkra byggingu. Lögreglan lét konungsfjölskylduna vita af atvikinu.
BBC greinir frá því að maðurinn sé 19 ára og frá Southampton-borg, en málið er nú til rannsóknar.