Eldgosinu á La Palma formlega lokið

Mynd frá 25. september þegar fjallið tók að gjósa.
Mynd frá 25. september þegar fjallið tók að gjósa. AFP

Yfirvöld á Spáni tilkynntu í dag að eldgosinu í Cumbre Vieja-eldfjallinu á eyjunni La Palma, sem er hluti af Kanaríeyjum, væri formlega lokið. Þrír mánuðir eru síðan gosið hófst og hraun rann niður hlíðar fjallsins og olli gífurlegu tjóni.

„Gosið stóð yfir í áttatíu og fimm daga og átján klukkustundir,“ hefur AFP eftir Julio Perez, forstöðumanni viðbragðsteymis eldgosa á Kanaríeyjum.

Enginn lést af völdum gossins, né heldur slasaðist. En þrír mánuðir af gosi, ásamt meðfylgjandi öskufalli og síbreytilegum straumi hraunáa, hafa skilið eftir sig mikla eyðileggingarslóð.

1.345 heimili gereyðilögðust í gosinu sem og skólabyggingar, kirkjur, heilbrigðisstofnanir og landbúnaðarinnviðir.

Ekki beint notalegt að hafa þetta í garðinum hjá sér.
Ekki beint notalegt að hafa þetta í garðinum hjá sér. AFP
Hjálparstarfsmenn að störfum.
Hjálparstarfsmenn að störfum. AFP
Eldgosið var þó mikilfenglegt á að líta.
Eldgosið var þó mikilfenglegt á að líta. AFP
Gífurleg eyðilegging á mannvirkjum og heimilum fólks fylgdi gosinu.
Gífurleg eyðilegging á mannvirkjum og heimilum fólks fylgdi gosinu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert