Hertogaynjan af Cambridge, Kate Middleton, sem er gift Vilhjálmi Bretaprins, kom áhorfendum á jólatónleikunum „Royal Carols“ í Bretlandi á óvart en hún lék á píanó og kom fram ásamt tónlistarmanninum Tom Walker.
Tónleikarnir sem heita formlega „Royal Carols: Together at christmas“ eða „saman á jólum“ voru haldnir til heiðurs framlínufólki í baráttunni við veiruna og þeirra sem eru einir á jólum vegna hennar.
Tom Walker, söngvarinn sem kom fram með Kate, segir í samtali við BBC að þau hafi hist á góðgerðarviðburði og hún hafi sett sig síðar í samband við hann.
„Svo hittumst við bara, æfðum lagið kannski níu sinnum og eftir það var hún alveg búin að negla þetta. Hún fór svo burtu í nokkra daga og æfði sig. Þá gátum við bara tekið lagið upp.“
Hann telur að hún hafi eflaust verið stressuð, líkt og hann, um að hlutirnir myndu ekki ganga upp. Sú hafi svo sannarlega ekki verið raunin enda segir hana Kate hafa verið „stórglæsilega og neglt þetta“.
A very special performance of 'For Those Who Can't Be Here' with @IamTomWalker for #TogetherAtChristmas
— The Duke and Duchess of Cambridge (@KensingtonRoyal) December 24, 2021
Watch the full performance on our YouTube channel: https://t.co/twi2NplxNv pic.twitter.com/4HwGUMvPKe