Hundrað þúsund rússneskir hermenn við landamærin

Gervihnattarmynd af rússnesku herliði á Krímskaganum, tekin 22. desember.
Gervihnattarmynd af rússnesku herliði á Krímskaganum, tekin 22. desember. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu í dag að fleiri en tíu þúsund rússneskir hermenn hefðu lokið við mánaðarlangar æfingar í grennd við Úkraínu. 

Í Kænugarði, höfuðborg Úkraínu, er talið að rússneskum hermönnum hinum megin við landamærin hafi fjölgað úr 93 þúsund í október í um 104 þúsund núna.

Tilkynningin frá Rússlandi kemur í kjölfar ásakana Vesturlanda þess efnis að í Kreml séu lögð á ráðin um innrás í nágrannaríkið, sem áður tilheyrði Sovétríkjunum.

Æft víða

Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir í tilkynningunni að æfingarnar hafi farið fram í mörgum héruðum í suðurhluta Rússlands, þar á meðal í Rostov, Krasnódar og á Krímskaganum, sem innlimaður var frá Úkraínu árið 2014.

En herlið æfðu einnig í Stavrópol, Astrakan, Norður-Kákasusríkjunum og jafnvel í Armeníu, en stjórnvöld þar eru hliðholl Rússum.

Nú séu þau aftur á móti á leið aftur til sinna bækistöðva.

104 þúsund hermenn við landamærin

Vesturlönd hafa sakað Rússland um að hafa safnað saman allt að hundrað þúsund hermönnum við landamæri Úkraínu, í því skyni að ráðast inn í landið í vetur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert