„Það eru sannarlega jól“

00:00
00:00

Kraft­mesti geim­sjón­auk­inn í sögu mann­kyns tók á loft fyrr í dag um borð í eld­flaug frá Franska Gvæj­ana. Áfangastaður­inn er um 1,5 millj­ón­um kíló­metra frá jörðu, þar sem hann á að geta skyggnst aft­ur í tím­ann, þökk sé því hversu lengi ljós er á leiðinni frá fjar­læg­ari stöðum ver­ald­ar.

James Webb-sjón­auk­inn, sem tekið hef­ur yfir þrjá ára­tugi að þróa og kostað jafn­v­irði 1.300 millj­arða króna, yf­ir­gaf reiki­stjörn­una okk­ar með hjálp Aria­ne 5-eld­flaug­ar­inn­ar sem skotið var frá Kourou-geim­skots­stöðinni í Suður-Am­er­íku.

Frá geimskotinu fyrr í dag.
Frá geim­skot­inu fyrr í dag. AFP

Mánuður á áfangastað

„Hversu dá­sam­leg­ur dag­ur. Það eru sann­ar­lega jól,“ sagði Thom­as Zur­buchen, yf­ir­maður vís­inda­verk­efna hjá NASA, sem ásamt hliðstæðum stofn­un­um Evr­ópu og Kan­ada byggði sjón­auk­ann.

Allt gekk að sögn að ósk­um og bú­ist er við að taka muni mánuð fyr­ir sjón­auk­ann að ná á áfangastað sinn.

Sjónaukinn sagði skilið við eldflaugina þegar komið var upp í …
Sjón­auk­inn sagði skilið við eld­flaug­ina þegar komið var upp í geim. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert