Webb-sjónaukanum skotið til lofts í beinu streymi

Allt er til reiðu og bíður nú 1,5 milljón kílómetra …
Allt er til reiðu og bíður nú 1,5 milljón kílómetra ferðalag, Webb sjónaukans. Vitaskuld að því gefnu að allt gangi eftir. AFP

Eftir enn eina seinkunina verður Webb-sjónaukanum, sem er stærsti og öflugasti geimsjónauki sögunnar, skotið til lofts frá Franska Gvæjana á hádegi í dag. Nánar til tekið klukkan tuttugu mínútur yfir tólf.

Um er að ræða 6,5 tonna og 1.300 milljarða króna geimsjónauka. Mun sjónaukinn þá fljúga í um 1,5 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu þar sem hann finnur sér sporbaug í kringum sólu í kjölfar þessa mánaðarlanga ferðalags.

Meginmarkmið verkefnisins er að mynda og mæla fjarlægar vetrarbrautir, skanna eftir sambærilegum plánetum og jörðinni og finna fyrstu vetrarbrautir alheimsins.

Hægt verður að fylgjast með eldflauginni taka á loft í beinu streymi frá youtuberás bandarísku geimferðastofnunarinnar, NASA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert