35 myrtir í Mjanmar í dag

Mótmæli hafa staðið yfir í Mjanmar frá því í febrúar.
Mótmæli hafa staðið yfir í Mjanmar frá því í febrúar. AFP

Talsmaður Sameinuðu þjóðanna segist vera skelfingu lostinn eftir að fréttir bárust um að minnst 35 hefðu verið myrtir og lík þeirra brennd í Mjanmar í dag.

Sameinuðu þjóðirnar hafa krafist þess að stjórnvöld í Mjanmar hefji formlega rannsókn á málinu.

Tveir frá samtökunum Björgum börnunum eru týndir eftir að bíllinn sem þeir óku, ásamt öðrum bílum, varð fyrir árás og var brenndur í Austur-Kayahéraði.

Eftirlitssamtök og fréttamiðlar í Mjanmar segja skæruliða junta bera ábyrgð á árásunum. Ringulreið hefur ríkt í Mjanmar síðan í febrúar eftir valdarán og yfir 1.300 manns hafa látið lífið í átökum við öryggisherlið stjórnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert