„Leiðbeinandi, vinur og siðferðislegur áttaviti“

Heimsbyggðin minnist nú Des­monds Tutus, erki­bisk­ups í Suður-Afr­íku, mann­rétt­inda­frömuðar og friðar­verðlauna­hafa Nó­bels, sem lést í morgun. Meðal þeirra sem harma dauða Tutus eru Barack Obama, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Elísabet Bretadrottning.

Heimsbyggðin minnist nú Des­mond Tutu, erki­bisk­up í Suður-Afr­íku.
Heimsbyggðin minnist nú Des­mond Tutu, erki­bisk­up í Suður-Afr­íku. AFP

Á vef BBC segir að Obama lýsi Tutu sem „leiðbeinanda, vini og siðferðilegum áttavita“ en Tutu var meðal ann­ars þekkt­ur sem einn harðasti bar­áttumaður­inn gegn aðskilnaðar­stefn­unni í Suður-Afr­íku.

„Frelsun og réttlæti þjóðar sinnar var efst í huga erkibiskups Tutu, en hann lét sig einnig óréttlæti alls staðar varða. Hann missti aldrei kankvísa kímnigáfu sína né viljann til að sjá hið mannúðlega í andstæðingum sínum, Michelle og ég munum sakna hans innilega,“ sagði Obama í yfirlýsingu. 

Barack Obama og Tutu árið 2006.
Barack Obama og Tutu árið 2006. AFP

Fól sál sína í þágu jafnréttis

Elísabet Bretlandsdrottning sagðist minnast funda sinna með Tutu með hlýhug í samúðarkveðju sinni. 

„Andlát erkibiskups Tutus mun snerta íbúa Suður-Afríku ásamt íbúum Bretlands, Norður-Írlands og breska samveldisins alls þar sem hans er minnst með svo mikilli ástúð og virðingu,“ sagði drottningin í yfirlýsingu sinni.

Í yfirlýsingu frá Páfagarði sagði að Frans páfi vottaði fjölskyldu Tutus og ástvinum hans innilega samúð. 

Hann fól sál sína miskunnsömum almáttugum guði, minnugur þjónustu sinnar í þágu jafnréttis og sátta í landi sínu,“ sagði í yfirlýsingunni frá Páfagarði.

Helgistundir haldnar í viku til minningar um Tutu

Þá vottuðu Boris Johnson Bretlandsforseti og Emmanuel Macron Frakklandsforseti samúð sína á Twitter. 

„Hann var lykilmaður í baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni og við myndun nýrrar Suður-Afríku. Hans verður minnst sem andlegs leiðtoga og fyrir einstaka kímnigáfu,“ sagði Johnson.

„Við munum ávallt minnast baráttu hans gegn endalokum aðskilnaðarstefnunnar og sáttagerðum hans í Suður-Afríku,“ sagði Macron.

Embættismenn kirkjunnar í Suður-Afríku segja að helgistundir verði haldnar í viku til minningar um Tutu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert