Maður lést eftir hákarlsárás á aðfangadag við Morro Bay í Kaliforníu. Maðurinn var úrskurðaður látinn á vettvangi. Rannsókn stendur nú yfir.
BBC greinir frá.
Strandgestum hefur verið skipað að halda sig frá sjónum næsta sólarhringinn.
Hinn látni hefur ekki verið nafngreindur en talið er að hann sé 31 árs gamall brimbrettakappi. Þá er sagt að hann hafi fengið aðstoð frá öðrum brimbrettakappa sem hafi dregið hann að ströndinni. Los Angeles Times greinir frá.
Talið er að þetta sé fyrsta dauðsfallið vegna hákarlsárásar á svæðinu síðan 2003.