Handtekinn eftir mannskæðan eldsvoða

Ferjan sem kviknaði í aðfaranótt aðfangadags.
Ferjan sem kviknaði í aðfaranótt aðfangadags. AFP

Lögreglan í Bangladess handtók í dag eiganda ferju sem kviknaði í með þeim afleiðingum að 39 fórust í síðustu viku. Rannsakendur segja að ekki hafi verið hugað að öryggi farþega um borð.

Elds­voðinn varð snemma aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku skammt frá hverf­inu Jha­lok­at­hi, um 250 kíló­metr­a suður af höfuðborg­inni Dhaka.

Talið er að eld­ur­inn hafi kviknað í vél­ar­rúmi ferj­unn­ar.

Að minnsta kosti 500 manns voru um borð í ferj­unni þrátt fyr­ir að regl­ur kvæðu á um að aðeins 420 mættu vera þar. Marg­ir þeirra voru á leið heim til sín frá höfuðborg­inni.

Flest fórnarlambanna brunnu til dauða en einhver drukknuðu þar sem þau reyndu að synda til lands.

Lögregla sagði í tilkynningu að ferð ferjunnar hefði haldið áfram í um klukkustund eftir að kviknaði í henni. Það hefði verið hægt að bjarga fólki með því að stöðva hana fyrr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert