Bendir til að Ómíkron auki ónæmi gegn Delta

Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um heiminn.
Ómíkron-afbrigðið dreifist nú hratt um heiminn. AFP

Rannsókn vísindamanna í Suður-Afríku bendir til þess að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar gæti hindrað útbreiðslu Delta-afbrigðisins þar sem sýking af völdum Ómíkron eykur ónæmi gegn eldra afbrigðinu.

Á vef Reuters  er sagt frá rannsókninni en hún tók einungis til lítils hóps af fólki og hefur ekki verið ritrýnd af öðrum fræðimönnum, en hún bendir til þess að einstaklingar sem veikjast af Ómíkron, sérstaklega þeir sem eru fullbólusettir, hafi aukið ónæmi gegn Delta.

Rannsóknin tók til 33 einstaklinga, bæði bólusettra og óbólusettra, sem höfðu sýkst af Ómíkron í Suður-Afríku. Ónæmi gegn Delta jókst 4,4-falt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert