Einungis fullbólusettir mega ferðast til Finnlands

Einungis fullbólusettir mega ferðast til Finnlands.
Einungis fullbólusettir mega ferðast til Finnlands. AFP

Óbólusettir ferðamenn munu ekki geta ferðast til Finnlands í ljósi útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Stjórnvöld greindu frá þessu í dag eftir ríkisstjórnarfund að nú munu allir ferðamenn þurfa að framvísa neikvæðum niðurstöðum úr Covid-prófi og bólusetningarvottorði eða gögnum um fyrri Covid-sýkingu. 

Á landamærum Finnlands verður fólki vísað frá ef það er ekki fullbólusett nema það sé á sérstökum undantekningarlista sem finnskir ríkisborgarar, erindrekar og þeir sem gegna nauðsynlegum störfum geta komist á.

„Óháð því hvaðan fólk kemur þarf að framvísa bólusetningarvottorði og neikvæðu prófi sem er ekki eldra en 48 klukkustunda gamalt,“ sagði Tomi Kivenjuuri hjá finnska landamæraeftirlitinu eftir að ákvörðunin var kynnt en hún tekur strax gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert