Herða aðgerðir á nýju ári

Smitum fjölgar hratt í Frakklandi en á laugardag voru 100.000 …
Smitum fjölgar hratt í Frakklandi en á laugardag voru 100.000 smit greind í landinu. AFP

Sóttvarnaaðgerðir verða hertar í Frakklandi frá og með 3. janúar til að reyna að hemja útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar.

Frá 3. janúar verður öllum sem geta unnið heiman frá sér gert að gera það. 2.000 manns mega koma saman á viðburðum innandyra og 5.000 utan, að því er fram kemur í frétt BBC.

Ekkert var fjallað um takmarkanir í tengslum við gamlárskvöld og skólahald hefst með hefðbundnum hætti eftir jólaleyfi.

Smitum fjölgar hratt í Frakklandi en á laugardag voru 100.000 smit greind í landinu. Um metfjölda er að ræða í faraldrinum.

Næturklúbbar verða áfram lokaðir og á kaffi- og veitingahúsum verður að þjóna fólki til borðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert