Metfjöldi smita í Færeyjum

Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum veirunnar …
Tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum veirunnar í Færeyjum. mbl.is/Sigurður Bogi

Alls greindust 180 manns smitaðir af kórónuveirunni í Færeyjum í gær. Aldrei hafa áður greinst jafn mörg smit á einum degi þar.

Þetta er mikil hækkun miðað við fyrradag þar sem 106 greindust smitaðir, eins og Kringvarpið greinir frá.

549 manns eru í einangrun og tveir liggja inni á sjúkrahúsi vegna veikinda af völdum veirunnar í Færeyjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert