Vara við innlagnaflóði

Yfirvöld í Evrópu hafa komið á hertari samkomutakmörkunum til þess …
Yfirvöld í Evrópu hafa komið á hertari samkomutakmörkunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar. AFP

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) varaði við því í dag að Ómíkron-afbrigðið, sem tröllríður heimsbyggðinni um þessar mundir, gæti valdið því að heilbrigðiskerfi víðs vegar um heiminn drukknuðu í innlögnum. Jafnvel þótt rannsóknir bendi til þess að afbrigðið leiði til vægari sjúkdómseinkenna en eldri afbrigði.

Yfirvöld í Kína hafa sett á útgöngubann fyrir fleiri milljónir íbúa og metfjöldi smita greinist í Evrópu og Bandaríkjunum. Yfirvöld í Evrópu hafa komið á hertum samkomutakmörkunum til þess að hefta útbreiðslu veirunnar.

Þrettán milljónir manna í borginni Xi'an hafa nú í sex daga þurft að sæta útgöngubanni. Einn íbúa borgarinnar setti á samfélagsmiðla að matarleysi væri farið að gera vart við sig og honum ekki hleypt út vegna útgöngubannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert