Yfirvöld í Grikklandi hafa tekið þá ákvörðun að banna tónlist á börum og veitingastöðum til þess að takmarka áramótafögnuði og hemja útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis Covid-19.
Á morgun mega aðeins sex manns setjast við borð á veitingastað og öll tónlist verður bönnuð.
Faraldurinn er á miklu flugi í Grikklandi en metfjöldi greindist smitaður í dag, tæplega 29 þúsund smit.
Búið er að blása af alla opinbera viðburði á gamlársdag og yfirvöld hvetja alla að fara sýnatöku áður en haldið er í fjölskyldumatarboðið á gamlársdag.
Í Grikklandi hefur rúmlega 1,1 milljón manns greinst smituð af kórónuveirunni og tæplega 21 þúsund manns látið lífið af völdum hennar.