Ghislaine Maxwell sakfelld

Maxwell er 60 ára gömul.
Maxwell er 60 ára gömul. AFP

Ghislaine Maxwell hef­ur verið sak­felld fyr­ir að hafa út­vegað vini sín­um og fyrr­ver­andi kær­asta, kyn­ferðisaf­brota­mann­in­um Jef­frey Ep­stein, stúlk­ur und­ir lögaldri, sem hann síðan braut á kyn­ferðis­lega. 

Einnig var hún sak­felld fyr­ir kyn­lífs­glæpi og man­sal barna og ungra kvenna.

Maxwell var sak­felld í fimm af sex ákæru­liðum af tólf manna kviðdómi í New York í kvöld.

Hún gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfang­elsi. Fang­els­is­dóm­ur fyr­ir man­sal sem Maxwell er sak­felld fyr­ir er í mesta lagi 40 ár. Maxwell á yfir höfði sér fimm til tíu ára fang­els­is­dóm fyr­ir hina ákæru­liðina. Maxwell er 60 ára göm­ul. 

Sak­felld í öll­um nema ein­um ákæru­lið 

Fyrsti ákæru­liður­inn sem Maxvell var sak­felld fyr­ir var sam­særi um að tæla ólögráða stelp­ur til ferðalaga og taka þátt í ólög­legu kyn­lífs­at­hæfi. Þar er fjallað um að Maxwell hafi vit­andi og vilj­andi tekið þátt í því að skipu­leggja og tæla ólögráða stúlk­ur til þess að ferðast yfir rík­is­lín­ur og taka þátt í ólög­legu kyn­lífs­at­hæfi. Brot­in áttu sér stað frá 1994 til 2004 og á við fjöl­mörg fórna­lömb. Há­marks­fang­els­is­dóm­ur fyr­ir þenn­an lið er fimm ár.

Í ákæru­lið þrjú er Maxwell sak­felld fyr­ir sam­særi um að flytja ólögráða stúlk­ur með þeim ásetn­ingi að taka þátt í ólög­legu kyn­lífs­at­hæfi. Þessi ákæru­liður er í raun fram­hald af fyrsta nema hér er hún einnig ákærð fyr­ir að hafa vit­andi vits tekið þátt í því að plana og tæla ólögráða stúlk­ur til þess að ferðast. Há­marks­fang­els­is­dóm­ur fyr­ir þenn­an lið er fimm ár.

Maxwell er sak­felld í ákæru­lið fjög­ur fyr­ir flutn­ing á ólögráða stúlk­um með þeim ásetn­ingi að taka þátt í ólög­legu kyn­lífs­at­hæfi. Maxwell hjálpaði stúlku að nafni Jane að ferðast milli ríkja, frá 1994 til 1997, með þeim ásetn­ingi að hún myndi stunda kyn­líf með Ep­stein. Fyrr­ver­andi flugmaður Ep­steins bar vitni og sagði að kona að nafni Jane hefði reglu­lega flogið til og frá Michigan um borð einkaþotu Ep­steins. Há­marks­fang­els­is­dóm­ur fyr­ir þetta brot er tíu ár.

Man­sal á ólögráða stúlk­um

Í ákæru­lið fimm er Maxwell sak­felld fyr­ir sam­særi um man­sal ólögráða stúlkna. Hér braut Maxwell af sérmeð því að hafa vit­andi og vilj­andi tekið þátt í að tæla ólögráða stelp­ur með þeirri ætl­un að nauðga þeim, þvinga þær og plata. Þetta á við um fjöl­mörg fórn­ar­lömb frá ár­inu 1994 til 2004. Há­marks­fang­els­is­dóm­ur fyr­ir þenn­an lið er fimm ár.

Al­var­leg­asti ákæru­liður­inn er sá sjötti en þar er Maxwell kærð fyr­ir man­sal á ólögráða stúlk­um. Hér er Maxwell ákærð fyr­ir að hafa tælt ólögráða stelpu að nafni Carolyn og þvingað hana til þess að stunda kyn­líf með Ep­stein.

Þessi brot áttu sér stað milli ár­anna 2001 og 2004. Carolyn lýsti fyr­ir kviðdóm­end­um þeim mörg hundruð skipt­um sem henni var borgað fyr­ir að stunda kyn­líf með Ep­stein í Flórída þegar hún var á aldr­in­um 14-18 ára. Há­marks­fang­els­is­dóm­ur fyr­ir þetta brot er 40 ár.

Þegar dóm­ari kynnti niður­stöðu máls­ins sýndi Maxwell eng­ar til­finn­ing­ar held­ur fékk sér aðeins vatn að drekka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert