Grímuskylda utandyra í París

Grímuskylda utandyra tekur í gildi í París í Frakklandi á …
Grímuskylda utandyra tekur í gildi í París í Frakklandi á föstudag. AFP

Grímuskylda utandyra tekur gildi í París í Frakklandi á föstudag.

Grímuskyldan tekur til allra eldri en ellefu ára að undanskildu fólki inni í bílum, á reiðhjólum, mótorhjólum og þeim sem stunda íþróttir utandyra.

Metfjöldi smita greindist í Frakklandi í dag, alls 208 þúsund smit á einum sólarhring. 

Þá er skemmtistöðum í landinu gert að loka í að minnsta kosti þrjár vikur og fólk hvatt til að vinna heima. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert