Jarðskjálfti af stærð 5,7 reið yfir grísku eyjuna Krít í dag, samkvæmt upplýsingum jarðvísindastofnunarinnar í Aþenu, höfuðborg Grikklands. Engar tilkynningar hafa borist um manntjón eða skemmdir á mannvirkjum af völdum skjálftans.
Skjálftinn átti sér stað rétt eftir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma og voru upptök hans í sjónum um 48 kílómetra suðaustur af Arvi, suðurströnd eyjarinnar, að sögn grískra náttúruvársérfræðinga.
Engar tilkynningar hafa borist um skemmdir af völdum skjálftans en grískir slökkviliðsmenn voru sendir á staðinn í varúðarskyni, að því er fréttastofa AFP greinir frá.
Jarðskjálftar eru ekki óalgengir í Grikklandi enda situr landið á flekaskilum Evrasíuflekans, Afríkuflekans og vesturenda Norður-Anatólíubrotasvæðisins.
114 létu lífið í Tyrklandi og tveir í Grikklandi þegar skjálfti af stærðinni 7 reið yfir í Eyjahafi á milli grísku eyjunnar Samos og borgarinnar Izmir í vesturhluta Tyrklands í október 2020.