Metfjöldi smita í Bandaríkjunum

Frá sýnatöku í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna.
Frá sýnatöku í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. AFP

Alls greind­ust 512.533 smitaðir af kór­ónu­veirunni í Bandaríkjunum í gær. Aldrei hafa áður greinst jafn mörg smit á ein­um degi þar. Áður höfðu mest greinst 294.000 smit á einum degi; í janúar.

Auk þess greindist metfjöldi smita í Evrópulöndunum Bretlandi og Frakklandi. Í Bretlandi greindust 129.000 smit og í Frakklandi 179.000 smit.

Í umfjöllun Guardian kemur fram að þennan mikla fjölda smita megi skýra með hraðri dreifingu Ómíkron-afbrigðisins.

Alls hafa 54 milljónir greinst með veiruna í Bandaríkjunum frá því að faraldurinn hófst í fyrra. 842.000 hafa látist.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert