Vörpuðu sprengjum á herstöðvar Hamas

Tveir palestínskir bændur særðust í árás Ísraelsmanna.
Tveir palestínskir bændur særðust í árás Ísraelsmanna. AFP

Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum á fjórar herstöðvar Hamas-samtakanna á Gasaströndinni í dag eftir að skothríð á svæðinu leiddi til þess að ísraelskur ríkisborgari særðist.

Tveir palestínskir bændur særðust í árás Ísraelsmanna. Atvikið átti sér stað á síðasta degi heræfinga á Gasasvæðinu.

Í yfirlýsingu frá ísraelska hernum sagði að skriðdrekar hefðu gert atlögu að nokkrum herstöðvum Hamas á norðanverðu Gasasvæðinu eftir að ísraelskur ríkisborgari særðist í skotárás á svæðinu.

Síðast voru vopnuð átök á milli Ísraels og Hamas-samtakanna í maí sem stóðu yfir í ellefu daga. Vopnahlé var gert í lok maí en síðan þá hefur fimm eldflaugum verið skotið frá Gasasvæðinu í átt að ísraelsku landsvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert