Yfirvöld í Þýskalandi tilkynntu í dag að ferðatakmörkunum, sem varða ferðalanga sem koma frá svæðum þar sem Ómíkron-afbrigðið er ráðandi, verði aflétt í byrjun janúar.
Aðeins ríkisborgarar Þýskalands mega ferðast til landsins frá landi þar sem Ómíkron er útbreitt, en þurfa þó að sæta tveggja vikna sóttkví. Þrátt fyrir neikvætt PCR-próf eða bólusetningarvottorð.
Til samanburðar þá má hver sem er koma frá hááhættusvæði eins lengi og sá framvísar neikvæðu PCR-prófi við landamærin.
Ferðalangar sem koma frá hááhættusvæðum þurfa ekki að sæta sóttkví ef þeir eru fullbólusettir.
Rúmlega 17 þúsund manns hafa greinst með Ómíkron-afbrigðið í Þýskalandi, en raunverulega talan er talin vera mun hærri. Miklar tafir hafa verið á smittölum vegna hátíðanna.