Fórnarlömb Ghislaine Maxwell og fyrrverandi kærasta hennar, kynferðisafbrotamannsins Jeffrey Epstein, segjast fagna ákvörðun kviðdóms um að sakfella Maxwell fyrir að hafa útvegað Epstein stúlkur undir lögaldri, sem hann síðan braut á kynferðislega.
„Ég er svo fegin og ég er svo þakklát að kviðdómurinn hafi séð mynstur ofstopafullrar hegðunar Maxwell,“ sagði Annie Farmer, ein fjögurra sem bar vitni í réttarhöldunum, á Twitter.
„Ég vona að úrskurðurinn veiti öllum þeim sem þurfa á huggun að halda og að hann sýni fram á að engin er yfir lögin hafinn,“ sagði Farmer sem var eina konan sem kom ekki fram undir dulnefni.
„Meira að segja þeir sem hafa mikil völd og forréttindi verða dregnir til ábyrgðar þegar þeir misnota fólk kynferðislega og sérstaklega þá ungt fólk.“
Hin 60 ára gamla Maxwell gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi.