Ísrael heimilar fjórða skammtinn

Um fjórar milljónir Ísraelsmanna hafa fengið þrjá skammta af bóluefni.
Um fjórar milljónir Ísraelsmanna hafa fengið þrjá skammta af bóluefni. AFP

Yfirvöld í Ísrael hafa samþykkt að gefa viðkvæmum hópum fjórða skammtinn af bóluefni gegn Covid-19. 

Ríkið er hið fyrsta til þess að heimila fjórða skammtinn. Þá hafa þeir einnig fengið sína fyrstu sendingu af Covid-töflum frá lyfjafyrirtækinu Pfizer. 

„Í dag heimilaði ég fjórða skammtinn fyrir þá sem eru viðkvæmir. Þetta gerði ég í ljósi þess að rannsóknir benda til ávinnings af bólusetningu,“ sagði Nachman Ash, sem fer fyr­ir aðgerðum stjórn­valda vegna kór­ónu­veirunn­ar, á blaðamannafundi.

Þá bætti hann við að fjórði skammturinn væri einnig heimilaður í ljósi útbreiðslu Ómíkron-afbrigðisins. Um fjögur þúsund smit greinast nú á hverjum degi í Ísrael.

Um fjórar milljónir Ísraelsmanna hafa fengið þrjá skammta af bóluefni en rúmlega tíu milljónir búa í ríkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert