Óljóst er hver staða Andrésar Bretaprins er eftir að Ghislaine Maxwell var sakfelld í gær fyrir að hafa útvegað fyrrverandi kærasta sínum og kynferðisafbrotamanninum Jeffrey Epstein stúlkur undir lögaldri sem hann síðan braut á kynferðislega. Prinsinn var góður vinur Maxwell og Epstein.
Fyrr á þessu ári var Andrés Bretaprins kærður fyrir að hafa brotið kynferðislega gegn Virginu Giuffre þegar hún var 17 ára árið 2001.
Í réttarhöldunum gegn Maxwell kom ekkert fram um að Bretaprinsinn hafi tekið þátt í brotum fyrrverandi kærustuparsins.
Í frétt BBC segir að hefði Maxwell verið sýknuð hefði það geta grafið undan fullyrðingum Giuffre um prinsinn, en hún hélt því fram að Maxwell hafi árum saman haft umsjón með kynlífskeðju Epsteins og tekið virkan þátt í að ráða stúlkur undir lögaldri, þar á meðal sig.