Heilbrigðisráðuneyti Spánar hefur greint frá því að einangrunartími Covid-smitaðra einstaklinga sem eru einkennalausir verði styttur úr tíu dögum í sjö.
Er það gert á sama tíma og smitum í landinu fjölgar hratt en í gær voru þau 100 þúsund talsins og hafa aldrei verið fleiri.
Í umfjöllun um málið kemur fram að ákvörðunin sé tekin í því skyni að létta pressu á heilbrigðiskerfið.
Enn fremur þurfa óbólusettir sem hafa umgengist smitaða að fara í sjö daga sóttkví. Bólusettir þurfa ekki að fara í sóttkví.