Einn af vörðum Elísabetar drottningar steig á barni í Tower of London er hann var í eftirlitsgöngu um turnvirkið.
Á vef The Guardian er greint frá því að maðurinn sé í herdeild er kallast Coldstream-verðirnir en þeir sjá um vernd eigna konungsfjölskyldunnar og eru þekktir fyrir að bregða ekki frá hlutverki sínu.
Talsmaður herdeildarinnar sagði að búið hafði verið að vara almenning við því að herdeildin væri í eftirlitsgöngu.
Atvikið er vörðurinn steig á barnið náðist á myndband og hefur verið dreift víða.
Talsmaður herdeildarinnar sagði að vörðurinn hafi reynt að stíga yfir barnið og athugað hvort það hafi nokkuð slasast eftir að eftirlitinu var lokið.
After a video was posted on TikTok of a Queen’s Guard soldier stamping his foot on a small child whilst marching at the Tower of London, a UK @DefenceHQ spokesperson claims that, following the incident, “the soldier checked on the child and was reassured that all was well.” pic.twitter.com/bYmZsrMDqD
— Omid Scobie (@scobie) December 29, 2021