Saksóknarar hafa ákveðið að fella niður frekari málsókn á hendur tveimur fangavörðum í New York sem viðurkenndu slugsaskap þar sem þeir voru á vakt þegar kynferðisafbrotamaðurinn Jeffrey Epstein fyrirfór sér.
Fangaverðirnir tveir, Tova Noel og Michael Thomas, fölsuðu eftir á gögn þess efnis að þau hefðu sinni eftirlitsskyldu sinni í fangaklefa Epsteins á hálftíma fresti.
Þau hefðu verið að leggja sig og vafra um á netinu á meðan Epstein tókst að svipta sig lífi, í fangelsi á háu öryggisstigi.
Jeffery Epstein var dæmdur kynferðisafbrotamaður sem beið réttarhalda vegna kynferðisbrota, einkum gegn ungum konum og barnungum stúlkum.
Á miðvikudag var fyrrverandi kærasta Epstein, Ghislaine Maxwell, fundin sek um að hafa útvegað Epstein stúlkur undir lögaldri sem hann svo misnotaði.
Einnig var hún sakfelld fyrir kynlífsglæpi og mansal barna og ungra kvenna.
Maxwell gæti átt yfir höfði sér lífstíðarfangelsi en hún er sextug.